„Það harmar enginn örlög stjórnarinnar í Sýrlandi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið um nýjustu vendingar í Sýrlandi. Segir Þórdís að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi verið…
„Það harmar enginn örlög stjórnarinnar í Sýrlandi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið um nýjustu vendingar í Sýrlandi. Segir Þórdís að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hafi verið harðstjóri sem varð valdur að dauða hundraða þúsunda af eigin ríkisborgurum til þess að halda völdum.
Hún segir mikla óvissu ríkja um framhaldið og að mikilvægt sé að ekki brjótist út allsherjarupplausn í Sýrlandi. Þá muni næstu dagar leiða margt í ljós. Nánar er rætt við utanríkisráðherra á mbl.is. agnarmar@mbl.is