Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Með því að létta af fjármálakerfinu alls kyns séríslenskum álögum og skilyrðum gæti myndast svigrúm til að lækka útlánavexti bankanna á bilinu 0,96-1,15% prósentustig. Þetta er meðal þess sem kom fram í skýrslu sem Gunnar Haraldsson, hagfræðingur hjá Intellecon, kynnti á fundi sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins héldu í nóvember en þar var skoðað hvaða leiðir gætu verið færar til að lækka vexti á Íslandi.
Heiðrún Emilía Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir ekki hægt að neita því að vextir á Íslandi séu mjög háir miðað við helstu samanburðarlönd. „Það er erfitt fyrir bæði hemilin og atvinnulífið að þrífast í þessu vaxtaumhverfi og eitt af mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar er að leita leiða til að bæði halda
...