Með því að létta af fjármálakerfinu alls kyns séríslenskum álögum og skilyrðum gæti myndast svigrúm til að lækka útlánavexti bankanna á bilinu 0,96-1,15% prósentustig. Þetta er meðal þess sem kom fram í skýrslu sem Gunnar Haraldsson, hagfræðingur…
Heimagert Dyttað að gluggum Alþingishússins. Það væri verkefni fyrir þingið og fyrir Seðlabankann að draga úr Íslandsálaginu svokallaða. Um er að ræða sérskatta og ýmsar skyldur umfram það sem tíðkast annars staðar.
Heimagert Dyttað að gluggum Alþingishússins. Það væri verkefni fyrir þingið og fyrir Seðlabankann að draga úr Íslandsálaginu svokallaða. Um er að ræða sérskatta og ýmsar skyldur umfram það sem tíðkast annars staðar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Með því að létta af fjármálakerfinu alls kyns séríslenskum álögum og skilyrðum gæti myndast svigrúm til að lækka útlánavexti bankanna á bilinu 0,96-1,15% prósentustig. Þetta er meðal þess sem kom fram í skýrslu sem Gunnar Haraldsson, hagfræðingur hjá Intellecon, kynnti á fundi sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins héldu í nóvember en þar var skoðað hvaða leiðir gætu verið færar til að lækka vexti á Íslandi.

Heiðrún Emilía Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir ekki hægt að neita því að vextir á Íslandi séu mjög háir miðað við helstu samanburðarlönd. „Það er erfitt fyrir bæði hemilin og atvinnulífið að þrífast í þessu vaxtaumhverfi og eitt af mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar er að leita leiða til að bæði halda

...