Gæti það verið beinlínis ólöglegt skv. stjórnarskrá að ráðstafa skattfje þannig, hvað sem líður hagkvæmni þess fyrir „komandi kynslóðir“?
Geir Waage
Geir Waage

Geir Waage

Íslendingar njóta enn þess afreks Viðreisnarstjórnarinnar frá 1964 að hafa eftirlaun úr lífeyrissjóðum. Snemma var farið að fikta við kerfið. Áður var það rakið hjer í Morgunblaðinu að með því að láta tekjuskattshluta inngreiðslnanna renna inn í sjóðina, en hirða skattinn af útgreiðslunum, tapaðist ríkinu mikið skattfje. Gæti það verið beinlínis ólöglegt skv. stjórnarskrá að ráðstafa skattfje þannig, hvað sem líður hagkvæmni þess fyrir „komandi kynslóðir“ eins og varðliðar kerfisins halda fram? Víst er um það, að þeir sem deyja frá „lífeyrisrjettindum“ sínum borga þaðan í frá engan skatt sem þá tapast ríkinu.

Um 90 lífeyrissjóðir hafa orðið gjaldþrota síðan þetta fór að tíðkast. Hvar eru nú skattarnir sem þeir ávöxtuðu? Hverjar skyldu upphæðirnar vera?

Fæstir

...