Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði myndir af gosstöðvum úr lofti sem sýna greinilega minnkandi virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni, en þrátt fyrir að virknin fari minnkandi er landris hafið að nýju í Svartsengi.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir það í sjálfu sér ekki óvenjulegt en almennt hefst landris þegar gos hættir. „Það flæðir meira inn en út en þessi gígur er að lokast,“ segir hann.
Kvika streymir þannig í meira mæli inn í kvikuhólf undir Svartsengi en fæst losað um í eldgosinu en Ármann segir ekkert benda til þess að styttri tími verði á milli gosa með tilliti til þess að landris hafi byrjað á sama tíma og virkni er í gosinu.
Hann bendir á að landsig hafi ekki verið eins mikið og áður, sem gefi vísbendingu um að kvika sé byrjuð að storkna
...