Kristinn Sv. Helgason
Í september voru tæplega 224 þúsund einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði, þar af 56 þúsund, eða 25 prósent, fæddir erlendis. Hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum störfuðu í árslok 2023 um 60 þúsund manns, eða 27 prósent af þeim sem eru á vinnumarkaði. Opinberum starfsmönnum fjölgaði um 22 prósent á árunum 2012 til 2022 en heildaríbúafjöldinn jókst um 16 prósent og íbúum fæddum hér á landi fjölgaði um tæp 7 prósent. Hjá um helmingi 160 ríkisstofnana er starfsmannafjöldinn undir 20 manns.
Um 32 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs fara til heilbrigðismála og því er mikilvægt að nýta vel fjármuni á því sviði. Starfsmenn Landspítalans eru rúmlega 6.100 og hefur fjölgað um 34 prósent síðan 2012 en fjölgunin var langmest í störfum sem ekki tengjast umönnun sjúklinga. Störfum hefur fjölgað verulega þótt heimsóknum
...