Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham, lýsti í gær yfir „sögulegum sigri“ uppreisnarmanna í borgarastríðinu í Sýrlandi, en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni Damaskus á sitt vald í fyrrinótt
Fögnuður Sýrlendingar í Kaupmannahöfn voru á meðal þeirra sem fögnuðu falli Assad-stjórnarinnar, en viðlíka fagnaðarlæti brutust út víða um heim.
Fögnuður Sýrlendingar í Kaupmannahöfn voru á meðal þeirra sem fögnuðu falli Assad-stjórnarinnar, en viðlíka fagnaðarlæti brutust út víða um heim. — AFP/Emil Nicolai Helms

Stefán Gunnar Sveinsson

Agnar Már Másson

Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham, lýsti í gær yfir „sögulegum sigri“ uppreisnarmanna í borgarastríðinu í Sýrlandi, en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni Damaskus á sitt vald í fyrrinótt.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti flúði höfuðborgina þegar uppreisnarmenn héldu innreið sína í Damaskus, en framan af degi var fátt vitað um örlög Assads. Um kvöldmatarleytið í gær lýstu hins vegar stjórnvöld

...