Vilhjálmur Helgi Pálsson fæddist 30. maí 1929. Hann lést 28. október 2024.

Útför hans fór fram 8. nóvember 2024.

Afi Villi var einstakur maður. Hann átti ríka og lífsfyllta ævi og það sem skipti hann höfuðmáli var að verða að liði. Það var hann svo sannarlega, á allan mögulegan hátt og hægt er að telja upp öll hans æviverk í löngu máli. Það sem toppar það allt, að mati okkar barnabarnanna, er hlutverk hans sem afi. Allar þær fallegu, hlýju og góðu tilfinningar sem afi skilur eftir sig eru svo sannarlega mark um hans mesta afrek. Afi var fyrirmynd í alla staði. Þessi stöðuga elja og staðfesta sést svo greinilega með öllu því frábæra sem hann hefur byggt upp í okkar fallega samfélagi og blásið vind í segl annarra til að halda því áfram um komandi ár. Hans sterkasti eiginleiki var svo bjartsýnin. Hann hugsaði alltaf upp á við og fram á

...