Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sýrlendingar víða um heim fögnuðu í gær þeim tíðindum að Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hefði verið steypt af stóli, en hann flúði land í fyrrinótt eftir að uppreisnarmenn sóttu inn í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Lauk þar með nærri tveggja vikna sóknaraðgerðum uppreisnarmanna, sem náðu með undraskjótum hætti að fella sýrlensku stjórnina.
Mikill fögnuður braust út í flestum borgum Sýrlands, og felldi fólk styttur af bæði Assad forseta og föður hans, Hafez al-Assad, en feðgarnir og Baath-flokkurinn höfðu stjórnað landinu með harðri hendi frá árinu 1974.
Rússneska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir að Assad hefði ákveðið, eftir viðræður við hina ýmsu aðila að borgarastríðinu, að segja af sér embætti og yfirgefa landið. Þá hefði Assad
...