Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti tvo sem slösuðust þegar bíll fór út af Suðurlandsvegi og valt við Fagurhólsmýri fyrri partinn í gær. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um þrjúleytið og voru hinir slösuðu fluttir á Landspítalann að sögn Ásgeirs …
Þyrlan Hún gegnir afar mikilvægu öryggishlutverki á sjó og landi.
Þyrlan Hún gegnir afar mikilvægu öryggishlutverki á sjó og landi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti tvo sem slösuðust þegar bíll fór út af Suðurlandsvegi og valt við Fagurhólsmýri fyrri partinn í gær.

Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um þrjúleytið og voru hinir slösuðu fluttir á Landspítalann að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Blaðinu er ekki kunnugt um hvort þeir sem fluttir voru á spítalann séu alvarlega slasaðir.