Í október ritaði ungur læknir áhugaverða grein í Læknablaðið. Höfundur fjallaði um þrönga stöðu á Landspítala og sagði leikskólavandann leiða af sér mönnunarvanda á spítalanum. Ungir læknar sem í auknum mæli ljúka sérnámi hérlendis vakni nú upp við vondan draum.
„Martröðin er leikskólavandi höfuðborgarsvæðisins, og þá sérstaklega Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla í Reykjavík þurfa foreldrar að bíða í að minnsta kosti tíu mánuði eftir plássi í kjölfar fæðingarorlofs. Þann tíma velst annað foreldrið til þess að vera heima og gæta barns síns, án tekna og með tilheyrandi hléi á ferli sínum,“ sagði í greininni.
Höfundur sagðist horfa á kollega halda fyrr út í sérnám af þessum sökum, aðra minnka starfshlutfall eða jafnvel taka launalaust leyfi svo sinna megi börnum sem ekki hafi fengið leikskólapláss. Höfundur
...