Bandaríska knattspyrnukonan Samantha Smith hefur samið við Breiðablik um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hún sló í gegn með FHL í 1. deildinni í fyrra, skoraði 15 mörk í 14 leikjum og þegar liðið var búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni var hún lánuð til Breiðabliks. Þar sló Samantha í gegn á ný og var í stóru hlutverki þegar Blikakonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en þar skoraði hún níu mörk í sjö leikjum og eitt í Evrópuleik.