Grunngildi Rauða krossins ríma vel við kærleiksboðskap kristinnar trúar. Það hæfir því að Rauði krossinn á Íslandi fagni 100 ára starfi í jólamánuðinum.
Árni Gunnarsson
Eins og alkunna er er eitt af grunngildum Rauða krossins hlutleysi. Hlutleysi hreyfingarinnar gerir henni kleift að starfa um víða veröld án þess að taka afstöðu til skoðana og gilda í viðkomandi landi.
Það grunngildi sem Rauði krossinn setur þó ofar öllu er mannúð, án manngreinarálits.
Áhugavert er, á merkum tímamótum í starfi Rauða krossins á Íslandi, að skoða hvaðan þessi þrá til að hjálpa er sprottin og hvaðan þessi grunngildi koma.
Kristinn einstaklingur lítur á sig sem sköpunarverk Guðs. Sem slíkur hefur hann brýna þörf fyrir að láta gott af sér leiða, en sú hugsjón birtist vel í fjallræðu Jesú Krists.
Jean-Henri Dunant, stofnandi Alþjóða Rauða krossins, ólst upp í Genf í Sviss
...