Ég byrjaði átján ára á sjó og þetta eru að verða einhver 20 ár. Komst á Hrafn Sveinbjarnarson 2006 og fór yfir á Tómas Þorvaldsson þegar hann var keyptur og var þar einhver tvö eða þrjú ár. Ég fór svo aftur á Hrafn Sveinbjarnar en er núna kominn…

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Ég byrjaði átján ára á sjó og þetta eru að verða einhver 20 ár. Komst á Hrafn Sveinbjarnarson 2006 og fór yfir á Tómas Þorvaldsson þegar hann var keyptur og var þar einhver tvö eða þrjú ár. Ég fór svo aftur á Hrafn Sveinbjarnar en er núna kominn yfir á Huldu [Björnsdóttur],“ segir Pétur Axel, beðinn um að rifja upp ferilinn.

En hvernig byrjaði ljósmyndaáhuginn?

„Ég var að keyra rútur í fríum þegar ég var yngri. Ég vildi ferðast um landið og sjá alla þessa staði á landinu og það var ekkert hægt að rífa alla með sér í ferð um landið þegar manni hentaði. Maður fékk mánuð í landi og hentaði mér vel en menn náttúrlega í vinnu og með aðrar skuldbindingar. Þannig að ég fór bara og tók rútuprófið, fór svo að keyra túrista.

...