Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnardóttir var besti leikmaður vallarins, samkvæmt netmiðlinum Sofascore, þegar Inter Mílanó gerði jafntefli, 1:1, við AC Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu um helgina
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnardóttir var besti leikmaður vallarins, samkvæmt netmiðlinum Sofascore, þegar Inter Mílanó gerði jafntefli, 1:1, við AC Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu um helgina. Hún fékk hæstu einkunn allra leikmanna á vellinum, eða 7,9. Kvennalið félaganna mættust þá í fyrsta skipti á San Siro, hinum sögufræga leikvangi í Mílanóborg.
Brasilíski markvörðurinn Alisson kemur á ný inn í hóp Liverpool fyrir útileik liðsins gegn Girona á Spáni í Meistaradeildinni í fótbolta en hann fer fram í kvöld. Alisson hefur verið frá keppni í rúmlega tvo mánuði. Þá hefur framherjinn Diogo Jota hafið æfingar með Liverpool á ný eftir tveggja mánaða fjarveru.
Enska dómarasambandið í knattspyrnu hefur rekið ...