Ljóst er hvaða lið leika til átta liða úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en síðustu fimm leikir sextán liða úrslitanna fóru fram í gærkvöldi. Liðin átta eru bikarmeistarar Keflavíkur, Valur, KR, Njarðvík, Stjarnan, Álftanes, Haukar og Sindri, …
Keflavík Marek Dolezaj sækir að körfu Tindastóls í sigri Keflvíkinga á Sauðkrækingum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi.
Keflavík Marek Dolezaj sækir að körfu Tindastóls í sigri Keflvíkinga á Sauðkrækingum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. — Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuboltinn

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Ljóst er hvaða lið leika til átta liða úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en síðustu fimm leikir sextán liða úrslitanna fóru fram í gærkvöldi. Liðin átta eru bikarmeistarar Keflavíkur, Valur, KR, Njarðvík, Stjarnan, Álftanes, Haukar og Sindri, sem er eina liðið í átta liða úrslitum sem leikur ekki í úrvalsdeildinni.

Keflavík vann Tindastóll í annað sinn á þremur dögum í Keflavík en leikar enduðu 81:70 í gær. Keflavík var sterkari aðilinn mestallan leikinn en liðið gekk á lagið í fjórða leikhluta og sigldi sigrinum heim. Ty-Shon Alexander var atkvæðamikill í liði Keflavíkur en hann skoraði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hjá Tindastóli skoraði Dedrick Deon Basile 15 stig.

...