Elías Elíasson
Stærsti valkyrjuflokkurinn á þingi vill setja auðlindagjald á sjávarútveginn til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Sá næststærsti vill líka setja auðlindagjald á orkuna, væntanlega til að auka fjárfestingu í þeim geira, enda vantar orku og orkuskipti standa yfir. Þriðja valkyrjan virðist líta á lífeyrissjóðina sem sjálfbæra auðlind á við hinar. „Ekki er öll vitleysan eins,“ var stundum haft á orði fyrir vestan. Er ekki betra að ræða hvernig samfélög virka saman áður en svona tilraunastarfsemi er hafin?
Auðlindarenta er sögð koma fram í vatnsorkunni þegar upphaflegi fjárfestirinn hefur fengið fé sitt endurgreitt með hæfilegri ávöxtun. Hér sést fyrirbrigðið t.d. í vaxandi arðgreiðslum Landsvirkjunar til eiganda síns sem er ríkið meðan framkvæmdir eru litlar. Það er þó ekki svo að auðlindarenta jafnist á við afskriftir
...