Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Tilhugsunin um fjögur íslensk landslið á stórmótum í þremur stóru boltaíþróttunum á næsta ári er ansi spennandi.
Karlalandsliðið í handknattleik tekur þátt á HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi og kvennalandsliðið í knattspyrnu fer á EM 2025 í Sviss.
Í körfunni er karlalandsliðið komið í góða stöðu þar sem liðið þarf einn, jafnvel engan, sigur til þess að komast á EM 2025 á Kýpur, í Finnlandi, Póllandi og Lettlandi.
Þá vonast maður til þess að kvennalandsliðið í handknattleik fylgi eftir þátttöku á tveimur stórmótum í röð með því að komast á það þriðja á HM 2025.
Möguleikarnir á því eru ansi góðir þó ekki liggi fyrir hverjum Ísland mætir í tveimur leikjum í apríl í umspili um sæti á HM. Það kemur í ljós þegar dregið verður næstkomandi sunnudag að yfirstandandi Evrópumóti loknu.
...