Bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar FH eru komnir áfram í átta liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigra í gærkvöldi. Valur hafði betur gegn Gróttu á Hlíðarenda, 29:26, og FH hafði betur gegn Selfossi á Selfossi, 35:25. Í átta liða úrslitunum mun Valur heimsækja Fram í Úlfarsárdalinn en FH heimsækir ÍBV til Vestmannaeyja.
Valsmenn áttu í vandræðum með Gróttu sem var þremur mörkum yfir í hálfeik, 17:13. Í seinni hálfleik var Valur sterkari aðilinn og vann að lokum þriggja marka sigur.
Magnús Óli Magnússon átti stórleik fyrir Val en hann skoraði níu mörk. Hjá Gróttu skoraði Atli Steinn Arnarsson mest eða sex mörk.
Íslandsmeistarar FH áttu ekki í teljandi vandræðum með fyrstudeildarlið Selfoss en munurinn í hálfleik var tíu mörk, 20:10. Í
...