Stórblaðið The New York Times var að velja Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur eina af tíu bestu hrollvekjum ársins. Höfundurinn er líka búin að selja kvikmyndaréttinn til Bandaríkjanna
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Stórblaðið The New York Times var að velja Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur eina af tíu bestu hrollvekjum ársins. Höfundurinn er líka búin að selja kvikmyndaréttinn til Bandaríkjanna. Hildur Knútsdóttir rithöfundur er kona eigi einhöm. Hún hefur ritað fjölda vinsælla bóka fyrir börn og ungmenni og meðal annars hlotið Fjöruverðlaunin og Íslensku bókamenntaverðlaunin.

Það er ástæða til að ræða um afrekshöfundinn Hildi Knútsdóttur í samhengi árvissrar umræðu um launasjóði listamanna hér á landi. Í nýlegu viðtali á RÚV sagði hún um listamannalaunin:

„Þetta er í raun og veru bara fjárfesting. Eins og með Myrkrið á milli stjarnanna. Ég hefði ekki skrifað hana ef ég hefði ekki verið á ritlaunum. Hún er að koma út í Bandaríkjunum og ég borga skatta af sölutekjunum þar hér heima. Svo er ég búin að selja kvikmyndaréttinn til Bandaríkjanna

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir