Haukakonur munu spila báða sína leiki gegn Galychanka Lviv frá Úkraínu á heimavelli sínum á Ásvöllum dagana 11. og 12. janúar en leikirnir eru í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handknattleik. Haukakonur hafa leikið alla fjóra leiki sína í…
Haukakonur munu spila báða sína leiki gegn Galychanka Lviv frá Úkraínu á heimavelli sínum á Ásvöllum dagana 11. og 12. janúar en leikirnir eru í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í handknattleik. Haukakonur hafa leikið alla fjóra leiki sína í keppninni tl þessa á útivöllum og slegið út Dalmatinka frá Króatíu og Eupen frá Belgíu. Valskonur eru líka í 16-liða úrslitum og spila heima og að heiman gegn Málaga frá Spáni 11. og 18. janúar.