Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestur í Dagmálum.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestur í Dagmálum. — Morgunblaðið/Hallur Már

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir að ákveðinn skuldavandi sé fyrir hendi þótt hann sjáist ekki í þeim gögnum sem liggja fyrir núna. Skammtímaskuldir heimila hafa aukist á tímum hárra vaxta og verðbólgu þó svo að skuldahlutfall íslenskra heimila sé ekki á slæmum stað. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála en þar ræðir hann meðal annars um jólaverslun, fjármálaráðgjöf, fjármálalæsi og fleira.

Spurður hvort hann finni fyrir því í störfum sínum sem fjármálaráðgjafi að fólk líti á neyslulán og greiðsludreifingu sem sjálfsagðan hlut svarar hann því játandi.

„Mér finnst fólk oft tala af léttúð um alvarlega hluti. Það er vandi ef lánin eru að hrannast upp þótt þú getir ennþá borgað af þeim eins og sakir standa,“ segir Björn Berg.

Hann segir vandann ekki vera séríslenskan og

...