Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Þetta er mjög sérstök ráðstöfun hjá borginni, því að á byggingarreitnum var ekki gert ráð fyrir iðnaði heldur verslun og þjónustu. Þessi stóra bygging sem mun hýsa, að okkur skilst, kjötiðnað er staðsett þétt við íbúðarhús þar sem fólk býr. Ef þarna á að vera birgðastöð fyrir Haga og tengd félög má gera ráð fyrir þungri vörubílaumferð á ókristilegum tíma alla daga vikunnar,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta um byggingu nýs 11.000 fermetra iðnaðarhúss við Álfabakka 2. Fjarlægð á milli vöruhússins og íbúðablokkarinnar er um 14 metrar.

Eldum rétt og Ferskar kjötvörur munu flytja starfsemi sína í 5.000 fermetra af húsnæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Högum. Í öðrum hlutum hússins er gert ráð fyrir vöruhúsi og skrifstofum. Hagar munu

...