Tónleikar á vegum Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld, 11. desember, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim koma fram söngkonurnar Helga Margrét og Vigdís Þóra ásamt hljómsveit og flytja perlur íslenskrar djasstónlistar í eigin útsetningum og eigin frumsamda tónlist. Með þeim koma fram Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó og hljómborð, Sólveig Morávek á saxófón, Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur. Miðar fást á harpa.is og tix.is.