Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum á grundvelli úrslita alþingiskosninganna sem fram fóru 30. nóvember. Eftir að Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, hafði lokið máli sínu gerði Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í…
Landskjörstjórn Fundur var boðaður kl. 11 í Eddu, húsi íslenskunnar, í gær þar sem landskjörstjórn úthlutaði þingsætum á grundvelli kosninganna.
Landskjörstjórn Fundur var boðaður kl. 11 í Eddu, húsi íslenskunnar, í gær þar sem landskjörstjórn úthlutaði þingsætum á grundvelli kosninganna. — Morgunblaðið/Eggert

Landskjörstjórn hefur úthlutað þingsætum á grundvelli úrslita alþingiskosninganna sem fram fóru 30. nóvember. Eftir að Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, hafði lokið máli sínu gerði Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, athugasemdir við ýmis atriði er varða framkvæmd alþingiskosninganna.

Í bókun Kristjáns kemur fram að hann telji að niðurstöður atkvæðatalningar í Suðvesturkjördæmi séu rangar. Alls vanti 89 atkvæði, sem talin hafi verið ógild af yfirkjörstjórn. Umboðsmenn telji þau hins vegar gild.

Þá taldi hann hugsanlegt að 17 atkvæði hefðu dagað uppi hjá landskjörstjórn. Kristín tók fyrir það strax og sagði að engin atkvæði hefðu dagað uppi hjá landskjörstjórninni.

Kristján lagði fram minnisblað með tólf athugasemdum sem varða

...