Frakkland tryggði sér sigur í milliriðli eitt á Evrópumóti kvenna í handbolta með sigri á heimakonum í Ungverjalandi í úrslitaleik um toppsætið í Debrecen í gærkvöldi. Urðu lokatölur 30:27. Frakkland mætir því annaðhvort Danmörku eða Hollandi í…
Frakkland tryggði sér sigur í milliriðli eitt á Evrópumóti kvenna í handbolta með sigri á heimakonum í Ungverjalandi í úrslitaleik um toppsætið í Debrecen í gærkvöldi. Urðu lokatölur 30:27.
Frakkland mætir því annaðhvort Danmörku eða Hollandi í undanúrslitum en þau mætast í úrslitaleik um annað sæti milliriðils tvö klukkan 17 í dag. Ungverjaland mætir Noregi, sem Þórir Hergeirsson stýrir, í undanúrslitum.
Chloe Valentini og Pauletta Foppa voru markahæstar í franska liðinu með fimm mörk hvor. Katrin Klujber skoraði níu fyrir Ungverjaland.
Svíþjóð tryggði sér þriðja sætið og leik um fimmta sæti með sigri á Svartfjallalandi, 25:24. Svíþjóð mætir tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Hollands.
...