Ragna Guðrún Ragnarsdóttir fæddist 19. ágúst 1928. Hún lést 24. nóvember 2024.
Útför hennar fór fram 6. desember 2024.
„Ég ætla að verða 99 ára, mig langar ekki til að verða 100,“ tilkynnti frænka mín mér þegar ég heimsótti hana
á 96 ára afmælisdaginn hennar í ágúst síðastliðnum. Ekki fékk hún að ráða því, en hún fór fallega eins og hún var búin að óska sér.
Ragna frænka er búin að vera stór partur af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Það var alltaf ævintýrablær yfir því þegar hún kom vestur á firði að heimsækja fjölskylduna. Sú minning er um hana komandi keyrandi á Dafinum í dragt með uppsett hár og varalituð hversdags. Og alltaf var hún með eitthvað í handraðanum til að gauka að systkinabörnunum. Þegar ég flutti suður varð það partur af lífi mínu að kíkja á Rögnu frænku, sem
...