New York-ríki ákærði í fyrrakvöld hinn 26 ára gamla Luigi Mangione fyrir að hafa skotið Brian Thompson, framkvæmdastjóra heilbrigðistryggingafyrirtækisins UnitedHealth, til bana í síðustu viku. Mangione var handtekinn í Pennsylvaníuríki á…
Luigi Mangione
Luigi Mangione

New York-ríki ákærði í fyrrakvöld hinn 26 ára gamla Luigi Mangione fyrir að hafa skotið Brian Thompson, framkvæmdastjóra heilbrigðistryggingafyrirtækisins UnitedHealth, til bana í síðustu viku.

Mangione var handtekinn í Pennsylvaníuríki á mánudaginn, en bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að hann hefði þurft að fara í skurðaðgerð í fyrra vegna alvarlegra verkja í baki. Þær tilgátur hafa heyrst vestanhafs að morðið á Thompson tengist starfi hans, en lögreglan í New York hefur varist allra frétta.

Mangione var ákærður fyrir morð, fölsun skilríkja og þrjú brot á vopnalögum, en byssa og þrívíddarprentaður hljóðdeyfir fundust í bakpoka hans. Hann bíður nú framsals til New York-ríkis. Fjölskylda Mangione sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þau lýstu yfir undrun sinni og sorg vegna handtökunnar.