Árið í ár var nokkuð gott fyrir fuglalífið á Seltjarnarnesi þrátt fyrir fremur kalt vor og sumar. Kríuvarp var í meðallagi og dramatík var í álftavarpi við Seltjörn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Jóhann Óli Hilmarsson vann fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Árið í ár var nokkuð gott fyrir fuglalífið á Seltjarnarnesi þrátt fyrir fremur kalt vor og sumar. Kríuvarp var í meðallagi og dramatík var í álftavarpi við Seltjörn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Jóhann Óli Hilmarsson vann fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness.
Kríuvarpið á Seltjarnarnesi í sumar var í meðallagi; 1.680 hreiður sem er aðeins minna en árið áður þegar þau voru 1.730. Jóhann Óli segir að afkoma kríuunga hafi verið góð og
...