Knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Baldursson gekkst á dögunum undir skurðaðgerð vegna meiðsla á ökkla og verður af þeim sökum frá keppni næstu tvo til þrjá mánuði. Andri Fannar, sem leikur sem lánsmaður hjá sænska félaginu Elfsborg frá ítalska…
Meiddur Andri Fannar Baldursson fór í aðgerð vegna ökklameiðsla.
Meiddur Andri Fannar Baldursson fór í aðgerð vegna ökklameiðsla. — Morgunblaðið/Eyþór

Knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Baldursson gekkst á dögunum undir skurðaðgerð vegna meiðsla á ökkla og verður af þeim sökum frá keppni næstu tvo til þrjá mánuði. Andri Fannar, sem leikur sem lánsmaður hjá sænska félaginu Elfsborg frá ítalska félaginu Bologna, greindi frá þessu í samtali við Fótbolta.net. Lánssamningur Andra Fannars við Elfsborg rennur út um áramótin og hefur hann því spilað sinn síðasta leik fyrir liðið, í bili.