Íslandsmet Guðmundur Leó Rafnsson bætti metið á HM í Búdapest.
Íslandsmet Guðmundur Leó Rafnsson bætti metið á HM í Búdapest. — Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Guðmundur Leó Rafnsson bætti 25 ára gamalt Íslandsmet í unglingaflokki í 100 m baksundi þegar hann synti á 52,69 sekúndum og varð í 40. sæti á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi gær. Vala Dís Cicero hafnaði í 31. sæti í 400 metra skriðsundi, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir varð í 38. sæti í 50 metra flugsundi og Símon Elías Statkevicus í 49. sæti. Birnir Freyr Hálfdánarson varð svo í 36. sæti í 200 m fjórsundi.