Rajan Parrikar
Meðal sérkennilegra kvilla okkar tíma er óslökkvandi þráin til að „ferðast“ – þessi æsilega hreyfing líkama frá punkti A til punkts B. Þessi hvöt hefur náð tökum ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim. Tilkoma ódýrra flugferða og aukins ráðstöfunarfjár hefur breytt því sem einu sinni var sjaldgæfur munaður í síendurtekna undankomuleið.
En hvað knýr þessa æsilegu hreyfingu? Er það göfug löngun til að víkka sjóndeildarhringinn, sökkva sér niður í framandi menningu eða kafa djúpt í áfangastað handan glansmynda ferðabæklinga? Svarið er einfalt: nei.
Í kjarna hennar liggur dýpri meinsemd – kraðak óróleika, innri ókyrrð sem kraumar rétt undir yfirborðinu. Hugmyndin um að finna sátt í eigin nærumhverfi, að njóta kunnuglegrar hrynjandi hversdagslífsins, virðist
...