Höfuðmeiðsli Althea Reinhardt hefur lokið leik á Evrópumótinu.
Höfuðmeiðsli Althea Reinhardt hefur lokið leik á Evrópumótinu. — AFP/Fabrice Coffrini

Danska landsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku á EM kvenna í handbolta. Línukonan Sarah Iversen og markvörðurinn Althea Reinhardt hafa báðar lokið leik á mótinu vegna meiðsla. Iversen sleit krossband í hné í leiknum gegn Slóveníu á mánudagskvöld og verður frá keppni stóran hluta næsta árs. Reinhardt fékk boltann af miklu afli í höfuðið á æfingu og hlaut heilahristing. Hefur hún verið send heim vegna höfuðmeiðsla og leikur ekki meira á mótinu.