Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæði og hefur síður en svo snúist hugur

Innganga í Evrópusambandið skaut skyndilega upp kollinum í stuttri kosningabaráttu nóvembermánaðar. Sjá talsmenn hennar evruna í hillingum.

Frændur okkar Danir, sem eru í Evrópusambandinu, drógu fyrir 24 árum línuna við evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og fengu frá henni sérstaka undanþágu.

Þeir vildu halda sig við dönsku krónuna.

Og vilja enn.

Í nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir vefinn altinget.dk og danska ríkisútvarpið, DR, sögðust 55% þátttakenda vilja halda dönsku krónunni.

Þessi könnun er gerð árlega og meirihlutinn virðist óhagganlegur.

Meginbreytingin í könnuninni er í röðum þeirra sem eru hlynntir

...