„Í dag er fullveldisdagurinn og því tilefni til þess að fagna sérstaklega landi okkar og þjóð. Það er einnig fyrsti sunnudagur kirkjuársins, aðventan er gengin í garð.“ Eitthvað á þessa leið hljómaði upphaf ræðu guðfræðinema við Háskóla…
Aðalbygging HÍ Messað er í kapellunni.
Aðalbygging HÍ Messað er í kapellunni.

„Í dag er fullveldisdagurinn og því tilefni til þess að fagna sérstaklega landi okkar og þjóð. Það er einnig fyrsti sunnudagur kirkjuársins, aðventan er gengin í garð.“

Eitthvað á þessa leið hljómaði upphaf ræðu guðfræðinema við Háskóla Íslands í messu sem útvarpað var á Rás 1 sunnudaginn 8. desember síðastliðinn. Nú er það svo að tæknin hefur um áratuga skeið gert kleift að útvarpa og sjónvarpa beint frá ýmsum viðburðum hérlendis og erlendis og þykir sjálfsagt mál. Frændur okkar í Færeyjum sjónvarpa messum frá ýmsum kirkjum þar í landi í beinu streymi flesta sunnudaga ársins. Það sama gera Danir og þar er oft saga viðkomandi kirkju rakin áður en guðsþjónustan hefst.

Ég hef lengi undrast þá hóg-
værð presta hér á landi að taka
í mál að messur séu teknar upp
og útvarpað löngu seinna. Stundum nokkurra vikna

...