Geir Ágústsson, íbúi í Kaupmannahöfn, fjallar á blog.is um flokkun og sorphirðu þar og í Reykjavík. Þar í landi eins og hér sé „fólki sagt að flokka sorpið sitt í óteljandi flokka: Pappír, pappi, plast, rafmagnstæki, málmar, gler, rafhlöður, matarafgangar, hættuleg rusl (eins og þrýstibrúsar), afgangsrusl og ég er sennilega að gleyma einhverju.“

Í Kaupmannahöfn segist Geir þó aldrei fara í bíl til að keyra með rusl, það sé „lítill skúr í nágrenninu þar sem íbúar nokkurra bygginga fara með hinar ýmsu tegundir sorps, þar á meðal húsgögnin. Fagmenn koma svo að sækja.“ Og hann bætir því við að umbúðir með skilagjaldi losi hann sig við í næstu matvöruverslun.

Hann segir að óháð því hvað honum finnist „um alla þessa flokkunaráráttu þá ætla ég að gefa sveitarfélaginu það að óþægindin vegna hennar

...