Skór leikkonunnar Judy Garland úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz frá 1939 seldust á uppboði
7. desember síðastliðinn fyrir um 4,5 milljarða króna. Myndir af skónum eru í ViðskiptaMogganum.
Í stuttu máli fjallar myndin, sem byggist á bók frá 1900, um litla stelpu frá Kansas sem vaknar eftir höfuðhögg í draumaveröld þar sem ráða ríkjum galdrakarl og þrjár nornir. Inn í söguna flækjast þrjár aðrar persónur eða verur sem allar vantar eitthvað, heila, hjarta og hugrekki. Litla stúlkan þráir að hitta galdrakarlinn sem öllu stýrir og getur aðstoðað hana við að komast heim til sín.
Að lokum kemur í ljós að þau sem töldu sig vanta eitthvað höfðu það sem þau þráðu allan tímann. Galdrakarlinn reyndist lítið annað en mannlegur þegar skyggnst var á bak við tjaldið sem hann faldi sig í. Litla stelpan, í nú milljarða skónum, vissi sem er að best væri að vera heima í
...