Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Þetta stríð er búið að standa yfir í tvö ár og fyrir tveimur mánuðum var taugakerfið farið að gefa sig og geðheilsan við það að bresta. Þetta er búið að vera alveg skelfilegt,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í Árskógum 7, um ónæði af byggingaframkvæmdum vöruhúss við Álfabakka sem verið er að reisa og Morgunblaðið sagði frá í gær.

Guðrún keypti sína íbúð í júní 2021 og segist ekki hafa ímyndað sér að slíkt ferlíki myndi rísa fast upp við íbúðina hennar.

„Þegar ég skoðaði íbúðina var mér bara sagt að það yrði byggt þarna. Ég var ósköp róleg yfir því, þar sem ég hélt að það yrði eitthvað hóflegt.“

Íbúðin snýr í norðvestur og segist Guðrún hafa náð kvöldsólinni

...