Þegar hringt er í 112, Neyðarlínuna, fara margir ferlar í gang. Gott er fyrir alla borgara að kynna sér hvaða ráðstafanir Neyðarlínan gerir strax við slíkt símtal. Glögg upplýsingagjöf frá innhringjanda er mikilvæg til að viðbragðsaðilar átti sig betur á umfangi atviksins og aðstæðum á vettvangi.
Þegar hringt er í 112, Neyðarlínuna, fara margir ferlar í gang. Gott er fyrir alla borgara að kynna sér hvaða ráðstafanir Neyðarlínan gerir strax við slíkt símtal. Glögg upplýsingagjöf frá innhringjanda er mikilvæg til að viðbragðsaðilar átti sig betur á umfangi atviksins og aðstæðum á vettvangi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Það er athyglisvert að um 200 manns fara að meðaltali í hjartastopp hérlendis á hverju ári. Um 70% slíkra tilfella eiga sér stað utan spítala og jafnvel fjarri þeim. Það tekur aðeins 3-5 mínútur frá hjartastoppi að verða fyrir alvarlegum hjartaskaða af völdum súrefnisskorts. Þess vegna er mikilvægt að bregðast strax við. Fyrstu sekúndurnar og mínúturnar geta skipt sköpum. Það geta liðið margar mínútur þar til sjúkrabíll og heilbrigðisstarfsfólk kemur á staðinn og þá getur það verið orðið of seint. Því skiptir í raun engu hvort þú ert ritari, smiður eða hjartaskurðlæknir þegar einstaklingur fer í hjartastopp. Rétt viðbrögð við hjartastoppi í tíma geta komið í veg fyrir dauðsfall eða stórskaða á heilsu þolandans.

Mundu að aðeins sá sem viðstaddur er getur veitt fyrstu aðstoð og bjargað lífi.

Hér eru mikilvæg atriði; leiðbeiningar og skilaboð:

...