Bergur Felixson fyrrv. framkvæmdastjóri fæddist í Reykjavík 14. október 1937. Hann lést á Landspítalanum 1. desember 2024.
Bergur var sonur Sigurþóru Steinunnar Þorbjörnsdóttur, f. 17. október 1908, húsfreyju og Felix Guðmundssonar, f. 3. júlí 1884, framkvæmdastjóra Kirkjugarðanna og ólst upp á Freyjugötu og síðar Grenimel.
Alsystir Bergs var Þórunn Helga, f. 21. júlí 1935, vélritunarkennari en sonur hennar er Felix Valsson gjörgæslulæknir. Hann á tvær dætur. Hálfbróðir Bergs var Jóhannes Gudmundsson, f. 25. febrúar 1922, en hann bjó alla sína ævi í Danmörku og eignaðist þrjá syni.
Eftirlifandi eiginkona Bergs er Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir, f. 8. febrúar 1942, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri.
Börn þeirra Bergs eru:
...