Jóhann Rúnar Björgvinsson
Hafandi skrifað um efnahagsmál í hartnær fjóra áratugi er ljóst að meginþemað í þeim skrifum eru hagstjórnarmistök þar sem peningastjórnun hefur leikið aðalhlutverkið.[1] Til að fá þá niðurstöðu þyrfti þó ekki annað en að bera saman verðgildi íslensku krónunnar og þeirrar dönsku í gegnum áratugina.
En hvað er til ráða?
Æ oftar hefur heyrst að taka eigi upp sterkari gjaldmiðil, en slíkt skref mynd án efa draga verulega úr mikilli verðmætasóun sem síendurtekin mistök í hagstjórn og peningastjórnun valda. Þjóðarbúinu yrðu sett mun strangari skilyrði við hagstjórn þar sem verðbólgan yrði ekki sú afgangsstærðin sem leiðréttir mistökin heldur atvinnustigið, sem í sögulegu samhengi hefur verið mjög hátt hér á landi (þ.e. atvinnuleysi lítið). Hagstjórnaráherslan myndi færast yfir á
...