Samanlagt jafngilda sérréttindi opinberra starfsmanna 19% kauphækkun miðað við einkageirann. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Viðskiptaráði. Fjallað er um greiningu ráðsins á vef mbl.is. Fram kemur í greiningunni að sérréttindin séu metin til…

Samanlagt jafngilda sérréttindi opinberra starfsmanna 19% kauphækkun miðað við einkageirann. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Viðskiptaráði. Fjallað er um greiningu ráðsins á vef mbl.is.

Fram kemur í greiningunni að sérréttindin séu metin til fjár með því að bera saman áhrif starfstengdra réttinda á eiginlegt tímakaup opinberra starfsmanna annars vegar og starfsfólks í einkageiranum hins vegar. Styttri vinnuvika vegur þar þyngst og jafngildir 11,1% kauphækkun opinberra starfsmanna. Ríkari veikindaréttur jafngildir 3,3% kauphækkun, aukið starfsöryggi 2,7% kauphækkun og lengra orlof 1,4% kauphækkun. Þegar allt fernt er tekið saman jafngilda sérréttindi opinbers starfsmanns 18,6% hærra tímakaupi en hjá starfsmanni í einkageiranum með sömu mánaðarlaun.