Við Álfabakka í Reykjavík er risin feiknleg skemma og má búast við að í kringum hana verði mikil umferð flutningabíla. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef skemman foldgnáa væri ekki nokkra metra frá fjögurra hæða íbúðarhúsi. Við íbúum þess blasir nú gluggalaus, grár veggur.
Á þessum reit var alls ekki gert ráð fyrir byggingu af þessum toga. Þarna var reyndar gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði fyrir tæpum áratug, en síðan var skipulaginu breytt í þá veru að þarna myndu rísa hús undir verslun og þjónustu.
Í fyrra var kúrsinum breytt enn á ný, fjórar lóðir sameinaðar í eina og nú er verið að reisa þarna 11 þúsund fermetra iðnaðarhús. Í húsinu er gert ráð fyrir kjötvinnslu, vöruhúsi og skrifstofum.
Íbúðarhúsið við hliðina á skemmunni er á vegum Búseta. Bjarni Þór Þórólfsson,
...