Sólveig Óskarsdóttur færði Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga, höfðinglega gjöf á síðasta aðalfundi félagsins, til minningar um eiginmann sinn Hallbjörn Kristinsson. Hallbjörn fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 5. janúar 1953. Hann lést í mars 2023.
Hjartaheill eru samtök sem vilja láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sem og víðar og skapa tækifæri fyrir hjartasjúklinga og þá sem vilja bæta heilsuhag sinn. Hjartaheill hafa einblínt á að byggja betri framtíð fyrir fjöldann, bæta lýðheilsu og auka lífsgæði. Hjartaheill eiga sér draumsýn og lögðu af stað í ferðalag í átt að takmarki. Hjartaheill vilja breyta sorg í gleði, von í vissu.
Gjöf þessi mun nýtast samtökunum, meðal annars til að reka öflugt fræðslu- og forvarnarstarf, félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum til heilla og farsældar. Nú þegar verður gjöfinni ráðstafað
...