Sonur minn hefur kennt mér hversu dýrmætt það er að byggja upp öfluga heilsu alveg frá grunni en það er leiðarljósið í allri minni vinnu, hvort sem er í rannsóknum, fræðslu eða þróun bætiefna,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir, doktor í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur á sviði þarmaflóru og meltingarheilsu. Birna stofnaði á sínum tíma fyrirtækið Jörth sem hefur notið vinsælda hér á landi sem og erlendis. „Við þróum vísindalega studd bætiefni sem stuðla að heildrænni vellíðan. Um þessar mundir er ég að þróa nýjar vörur hjá Jörth sem byggjast á reynslu minni úr rannsóknum og tengja saman meltingarheilsu, ónæmiskerfið og almenna vellíðan. Ég er einnig að vinna að verkefnum við Háskóla Íslands, samstarfsverkefnum við alþjóðleg vísindateymi eins og í GEMMA-rannsókninni (e. Genome, Environment, Microbiome and Metabolome in Autism) þar sem við skoðum hvernig þarmaflóran tengist taugaþroskaröskunum. Á sama tíma hef ég verið að fræða fólk
...