Tilkynnt var í gær að Reykjavíkurborg hefði lokið útboði í tveimur skuldabréfaflokkum, RVK 44 1 og RVKN 35 1. Heildartilboð í RVK 44 1 voru samtals 1.730 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 3,59%-3,80%. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 1.030 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,65%. Heildartilboð í RVKN 35 1 voru samtals 3.575 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 8,08%-8,30%. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 1.285 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 8,20%.
Borgin er því fjármögnuð á lökum kjörum þótt eitthvað hafi krafan lækkað í takt við almennar vaxtalækkanir.
Árshlutareikningur borgarinnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins var lagður fyrir borgarráð 5. desember. Þar kemur fram að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta hafi verið jákvæð um 1,6 ma.kr. en í áætlun var gert ráð fyrir 10,2 ma.kr. afgangi. EBITDA var jákvæð um 41,7 ma.kr. sem er
...