Viðskiptaráð hefur tekið saman upplýsingar um sérréttindi opinberra starfsmanna og reiknað út að þau nemi um 19% kauphækkun miðað við einkageirann. Opinberir starfsmenn vinna í raun sem svarar rétt rúmum fjórum dögum í viku en segja má að starfsfólk …

Viðskiptaráð hefur tekið saman upplýsingar um sérréttindi opinberra starfsmanna og reiknað út að þau nemi um 19% kauphækkun miðað við einkageirann.

Opinberir starfsmenn vinna í raun sem svarar rétt rúmum fjórum dögum í viku en segja má að starfsfólk í einkageiranum vinni fram undir hádegi á föstudegi, sé reiknað út frá átta stunda vinnudegi. Þetta segir Viðskiptaráð að skili opinberum starfsmönnum 11,1% sérréttindum.

Veikindaréttur er líka mun ríkari hjá opinberum starfsmönnum og starfsöryggi sömuleiðis. Uppsagnarverndin er margföld á við einkageirann. Þá eru orlofsdagar fleiri hjá opinberum starfsmönnum, enda brýnt að lengra sumarfrí fylgi styttri vinnuviku.

Ekkert af þessu kemur á óvart en það er gagnlegt að sjá þetta tekið saman. Einkageirinn hefur fundið fyrir erfiðri samkeppni

...