Getum við horft daglega upp á fréttir sem sýna limlest fólk, lífvana börn og fólk við hungurmörk vegna hernaðarhagsmuna og/eða haturs á kynstofnum?
Egill Þórir Einarsson
Egill Þórir Einarsson

Egill Þórir Einarsson

Rúmu ári eftir að stríðið á Gasa hófst eru engar líkur á að því ljúki. Tugir þúsunda liggja í valnum og enginn aðili er svo máttugur að hann geti stöðvað það. Þó er þetta svo ofureinfalt: Það þarf að koma á vopnahléi eins og baráttufólk fyrir Palestínu hefur hrópað á götum úti allan tímann. Til þess að koma á vopnahléi þar sem báðir aðilar fara hnarreistir frá borði þarf samninga – ekki nauðasamninga. Hindrunin er annars vegar stöðugar árásir Ísraela á almenna borgara en hins vegar lausn gísla í haldi Palestínumanna. Þetta virðist vera einfalt í framkvæmd en reynist óleysanlegur hnútur. Því er áhugavert að rýna í nokkrar hliðar þessarar deilu og hvaða áhrif þær hafa á vægðarleysi hennar. Einnig að bera hana saman við sambærilegar deilur annars staðar.

Hagsmunir

Ísraelar hafa augljósa hagsmuni af

...