Rétt eins og undanfarin ár hefur árið sem nú er að líða einkennst af óróleika og stríðsátökum á alþjóðavettvangi. Hér á Íslandi hefur þessi staða leitt til aukinnar áherslu á utanríkismál, ekki síst á öryggis- og varnarmál eins og merkja má á þeirri miklu uppbyggingu hernaðarmannvirkja sem hefur átt sér stað á varnarsvæðinu í Keflavík.
Undanfarin 80 ár hefur Ísland verið frjálst og fullvalda ríki. Sú staðreynd hefur endurspeglast í stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Örfáum árum eftir stofnun lýðveldisins 1944 urðum við aðilar að Sameinuðu þjóðunum og eitt af stofnríkjum NATO. Við erum í samstarfi við okkar norrænu frændþjóðir og erum aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, Schengen-samstarfinu og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið svo dæmi séu tekin.
Við höfum sem frjálst og fullvalda ríki tekið ákvörðun um að vera fullgildir þátttakendur á vettvangi
...