Það er dulítið merkilegt þegar helstu mikilmenni og merkikerti Evrópusambandsins koma saman til að ræða vandamál sambandsins í nánustu framtíð.
Efst á umræðulistanum síðast, um óvænt stórvandamál, var að Trump, verðandi 47. forseti Bandaríkjanna, gengi nú aftur, en skriffinnar í ESB höfðu varpað öndinni léttar þegar 45. forsetinn, sem var líka Donald Trump, varð að þeirra mati endanlega „úr sögunni,“ sem ekki rættist, því hann kemur nú margefldur í Hvíta húsið með mikið og eftirtektarvert lið með sér, að fengnum glæsilegum úrslitum í slag við Joe Biden og Kamölu Harris, og að auki með meirihluta í báðum deildum þingsins.
Á dauða mínum átti ég von, heyrðist kona á háum eftirlaunum stynja upp, svo heyrðist um allt Þýskaland.
Nú nýlega gaf frú Angela Merkel, fyrrverandi
...