Efnilegur Einar Margeir Ágústsson hafnaði í 20. sæti í Búdapest.
Efnilegur Einar Margeir Ágústsson hafnaði í 20. sæti í Búdapest. — Ljósmynd/SSÍ

Einar Margeir Ágústsson var ekki langt frá því að komast í undanúrslit í 100 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í gær. Hann endaði í 20. sæti og jafnaði sinn besta tíma í greininni, 54,36 sekúndur.

Vala Dís Cicero hafnaði í 29. sæti í 100 metra fjórsundi kvenna og synti á 1:03,06 mínútu sem er hennar besti tími í greininni.

Einar keppir aftur í dag, í 200 m bringusundi, og Birnir Freyr Hálfdánarson í 100 m flugsundi.